Þá er Halli farinn til Slóvakíu
Jæja, þá er að halda áfram að skrifa eitthvað. Ég er enn að venjast þessu bloggeríi. Mér finnst þetta hálf furðulegt ennþá, en það hlýtur að venjast!!!! Þá er Halli farinn í sína fyrstu vinnuferð erlendis, eftir fæðingarorlof. Hann var að fara til Slóvakíu. Þetta er reyndar stutt ferð. Kemur aftur á þriðjudaginn. Svo þetta er nú ekki svo slæmt. En við Helena erum strax búin að plana helgina. Látum okkur ekki leiðast á meðann, þó pabbinn sé farinn til útlanda. Ætlum uppí sumarbústað á eftir (við fjölskyldubústaðinn við Þingvallarvatn) með ömmunni og afanum og svo líka langömmu og langafa og ömmusystir og manni. Einnig ætlar Andri móðurbróðir og kærasta að kíkja við. Gæti verið að fleiri munu kíkja við, ef þau frétta af Helenu á svæðinu :-) En ég held að ég get sagt það strax að ég mun ekki fá að hugsa mikið um dóttur mína, líklega bara gefa henni að drekka en svo eru þær komnar amman og ömmusystir......"Á ég ekki að láta hana ropa"........."Þarf ekki að skipta á henni"..........."Á ég að svæfa hana"..............sem sagt, það verður rifist um að fá að vera með hana. Það er rosa gaman að fylgjast með þeim. Svo er þetta líka góð afslöppun fyrir mig. Annars er hún Helena mín nú ekki mikil fyrirhöfn heldur algjört draumabarn. Er farin að sofa uppúr kl. 21 á kvöldin, vaknar um 23.30 og fær sér að drekka og svo bara sofum við vært alla nóttina og vöknum fyrst um kl. 9 um morguninn. Svo er hún vær og góð yfir allan daginn, fær sér sína lúra á milli þess að leika sér með dótið á teppinu sínu (flotta bútasaumsteppið sem amma hennar gerði), dreka og kela við mömmu sína. Það er stundum smá óróleiki á kvöldið, þó ekki öll kvöld. Svo það er nú ekki hægt að kvarta. Jæja, nú er ég nú aldeilis búin að skrifa mikið.....púfff..... læt þetta duga í bili, en svo kemur skýrsla eftir helgina með hvernig sumarbústaðsferðin gekk. bless í bili, Lára
1 Comments:
Blessuð skvís, velkomin á bloggið :D Já það venst að skrifa á þessar síður. Held að öllum finnist þetta furðulegt fyrst en svo áður en þú veist af ertu farin að blaðra út í hið óendanlega um ekki neitt hí hí. Rosalega er Helena orðin stór, ég verð greinilega að fara að gera mér ferð í Hafnafjörðinn fljótlega. BKV Ásta Guðrún
3. september 2004 kl. 17:09
Skrifa ummæli
<< Home