Helena er farin að skríða
Þá er skvísan farin af stað. Litla snúllan okkar er farin að skríða. Mikið líður tíminn hratt! Hún byrjaði fyrst í bakkgír, renndi sér afturábak á maganum eftir stofugólfinu. En svo fór hún að fara uppá fjórar, en vissi ekki alveg hvernig þetta virkaði allt saman (hendi, fótur, hendi, fótur.....o.s.frv.). En svo kom þetta hægt og rólega en nú er þetta bara alveg komið, svo ég held að það sé komin tími til að fara að gera húsið barnvænt fyrir svona skriðdýri :-) Þó að hún sé nú alveg á áætlun skvísan og kannski bara dáldið snemma í þessu, einnig miðað við hvað hún er fíngerð þá slær nú vinur hennar hann Einar í Aberdeen öll met. Hann er sko viku yngri en Helena en hann byrjaði að skríða um miðjan desember síðastliðin, takk fyrir. Hörku strákur hann Einar. Mér skillst að mamma hans hafi nú verið farin að hlaupa um stofugólfin 9 mánaða. Svo hann hefur nú greinilega ekki langt að sækja þetta!
3 Comments:
Til hamingju með áfangann Helena - ekki lítið "skref" að komast allra sinna ferða, þó það sé á fjórum. En þvílíkur heimsborgari sem litla daman er orðin, bara búin að fara til útlanda með flugvél og versla í H&M. Það er byrjað snemma að ala barnið upp í góðum siðum hehehe.
Bestu kveðjur og góða helgi,
Lísa
4. febrúar 2005 kl. 08:23
Flott hjá snúllunni. Úff það líður ekki á löngu þar til þú þarft að taka skraut og annað úr seilingarfjarlægð ef hún verður eitthvað eins og mín börn. Held hún sé nú bara í fyrra fallinu að fara að skríða heldur en hitt og greinilega hörkudugleg :)
Knús frá DK
Addý og co.
5. febrúar 2005 kl. 23:06
Til hamingju með þennan merka áfanga, ekkert smá dugleg stelpa !
Koss og knús, Friðdóra kr.
7. febrúar 2005 kl. 10:54
Skrifa ummæli
<< Home