Halli, Lára og Helena

mánudagur, janúar 17, 2005

Jæja, þá er Helena orðin heimsborgari eins og foreldrar sínir. Hún er búin að fara í sína fyrstu utanlandsferð. Fórum til Stokkhólmar fyrir jól og heimsóttum Daða bróðir og Huldu kærustu hans. Þau eru í verkfræðinámi þarna úti, eins og áður hefur komið fram. Ferðin gekk mjög vel og var Helena mjög spennt yfir þessi nýja umhverfi sem hún var komin í inní flugvélinni. Hún þurfti mikið að skoða og prufa allt. Sérstaklega fannst henni skemmtilegast að horfa út um gluggan. Hún fylgdist grant með hleðslukörlunum setja töskurnar um borð og passaði vel uppá það að kerran hennar færi nú örugglega með. En ég komst að því að hún er lík föður sínum. Því þau voru bæði sofnuð fyrir flugtak. Gasalega skemmtilegt fyrir mig, eða þannig! En Halli á sem sagt mjög auðvelt með að sofa í flugvél, annað en ég. Hulda tók svo á móti okkur á flugvellinum. Daði var að klára síðasta prófið og ætlaði svo bara að bíða eftir okkur heima. Þetta er þessi fínasta íbúð sem þau eru með, rúmgóð og fín. Hún gæti verið úr Ikea auglýsingu.....hmmm! Já þau eru víst búin að fara nokkrar ferðir þangað og dressa upp íbúðina. Það leið ekki á löngu að ég var farin að suða um að komast út í smá göngu, fá sér sér smá frískt loft og skoða sig um. Og ég náði að draga liðið með mér út. En lá eitthvað annað á bak við þessa gönguferð????? Oh jú, hvað haldið þið! Fara bara í gönguferð....yeh right! Nei, ég var sko búin að heyra að það væri H&M búð í göngufjarlægð og varð ég endilega að fá að kíkja aðeins í hana. Bara svona rétt að reka inn nefinu. Og ég fékk það, bara svona rétt til að kanna svæðið og úrvalið. En það var allt samkvæmt áætlun....undirbúningsvinna fyrir næstu þrjá daga.....tatarata!!!!! H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M, H&M. Meira að segja leist Helenu mjööög vel á H&M. Hún lék sér í kerrunni sinni á meðan mamman og pabbin skiptust á að sækja föt. Svo þegar hún var orðin svöng þá settumst við bara inní næsta búningsklefa og fengum okkur að drekka og jafnvel nýja bleyju og svo var bara haldið áfram. Þetta gekk bara alveg glimrandi vel og allir sáttir. En það var nú ekki legið í búðum allan tíman.....nei nei...það var alveg notaður svona smá tími í eitthvað menningarlegt eins og að röllta um gamla bæinn og fá sér jólaglögg. Það var reyndar alveg rooosalega kalt, um 5 stiga frost. Það er svona á við 10 stiga frost heima, m.v. raka. Svo var einnig setið á kaffihúsum og drukkið kaffi latte. Þetta var bara allt mjög afslappandi. Á kvöldin vorum við frekar róleg, elduðum heima, spiluðum og svona bara höfðum það kósí. Daði og Hulda voru svo samferða okkur til Íslands. Það var mikil kúnst að pakka saman kvöldið áður en við flugum heim, því svíarnir eru svo sérvitrir að þegar þú verslar og færð taxfree þá hefta þeir fyrir pokana og insigla þá, sem er ekki alveg nógu hagstætt þegar maður er að pakka niður og þarf að nýta hvert pláss. En þetta gekk að lokum og fimm saman sluppum við líka við yfirvigt. Það var heil móttökunefnd að taka á móti okkur á Keflavíkurflugvelli, fjölskylda Huldu og mín líka. Það er þó spurning hvort fagnaðarlætin voru meiri að sjá soninn sem var búin að vera erlendis í nokkra mánuði eða barnabarnið sem var að koma úr helgarferð....hmmm!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home