Halli, Lára og Helena

fimmtudagur, desember 16, 2004

Fyrsta ferð Helenu til útlanda

Jæja, þá erum við að leggja í hann í fyrramálið. Við, litla fjölskyldan erum að fara til Stokkhólms að heimsækja Daða bróðir og Huldu. Þetta verður fyrsta flugferð Helenu. Ég er ekkert smá spennt :-) Við ætlum að vera frá föstudegi fram á þriðjudag. Fá smá sænska jólastemmningu!!!! Svo verða Daði og Hulda samferða okkur heim. En þau fóru sem sagt utan í haust og skelltu sér bæði í verkfræðinám, Daði í vélaverkfræði og Hulda í eðlisverkfræði. Spennandi, finnst ykkur ekki? Þetta nám er svona frekar fjarlægt manni. En svona erum við jú ólík. En þetta á eftir að gefa þeim heilmikinn pening þegar þau fara að vinna! En hvað ætli planið sé nú að gera í Stokkhólmi þessa daga......hmmmm.....jú auðvitað að heimækja Daða bróðir og Huldu og skoða þessa fallegu borg. En, o.k. ....ég skal viðurkenna hvað liggur á bak við þetta.....bara okkar á milli. Þetta er sko einskonar pílagrímsferð fyrir mig....já....því þeir Hennes og Mauritz fæddust í Stokkhólmi og er því Stockhólmur eins konar Mecca H&M. En ég gekk í þennan trúflokk fyrir nokkrum árum þegar ég bjó úti í Danmörku. H&M er nefnilega nokkuð útbreyddur um allan heim. Til þess að vera virk í trúnni þá reyni ég alltaf að heimsækja H&M ef ég fer erlendis. Ég fæ mikla orku úr þeirri heimsókn og kem alltaf mjööög glöð og endurnærð heim. En jæja, nóg um það. Ætli það sé ekki best að fara í háttinn. Þurfum að vakna snemma. Ég lofa svo ferðasögu þegar við komum aftur. Bless í bili, Lára

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð og góða skemmtun í H&M! Verður örugglega frábær pílagrímsferð og sænsk jólastemming er örugglega yndisleg (allavega sér maður fyrir sér litlar Línu Langsokka og Emil, Lúsíur og rauð hús með svörtu þaki alþakin snjó)...en ég hef náttúrulega ekki komið til Svíþjóðar svo ég er kannski bara að bulla hehehe.

Jólakveðjur,
Lísa

17. desember 2004 kl. 08:50

 
Blogger Halli, Lára og Helena said...

Já það eru sko allir bóndabæir eins og bóndabærins hans Emils, rauð og hvít. Sáum það þegar við flugum hér yfir. Væri alveg til í að búa á svoleiðis bóndabæ!

17. desember 2004 kl. 19:18

 

Skrifa ummæli

<< Home