Halli, Lára og Helena

föstudagur, september 24, 2004

Enn og aftur að koma helgi..........

Jæja, þá er kominn föstudagur á ný og helgin framundan. Ekki það að ég finni fyrir einhverjum mun á mánudegi eða laugardegi, svona heima í orlofi. Þó sé ég Halla kannski aðeins meira yfir helgar. Ég er annars búin að vera hugsa þvílíkt, hvað ég geti nú sagt frá hér á þessu blessaða bloggi en það er kannski ekki mikið að gerast hjá okkur svona allavega í miðri viku. Dagarnir líða ótrúlega hratt. Annars á að skella sér aftur vestur um helgina. Erum boðin í þrítugsafmæli í kvöld hjá Sigga, æskufélaga Halla. Það verður haldið í Búðarkletti í Borgarnesi. Það má búast við miklu fjöri þar af sveitarmönnum. Mér skillst að afmælið hafi meira að segja verið auglýst í síðasta Skessuhorni, svo það má búast við dúndurmætingu og ætli þetta endi ekki einnig í einhverjum slagsmálum líka, svona að sveitamannasið!!!!! Já, svo á mamma afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku mamma :-) Jenný systir Unu vinkonu á einnig afmæli í dag, til hamingju Jenný! Jæja, læt þetta duga í bili. Hef vonandi einhverjar góðar partísögur að segja frá næst efitr kvöldið! kv. Lára í orlofi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home