Jæja, það var fjör við matarborðið í gær. Ég leyfði Helenu að leika sér aðeins með matinn (kartöflustöppu og grænmetis lasagna). Henni fannst það ekkert smá skemmtilegt. Það var mikið þreyfað og þuklað á honum og eitthvað rataði líka uppí hana. En aftur á móti veit ég ekki alveg hvort maður er tilbúin í þetta á hverju kvöldi, allavega strax, uff, maturinn fer sko útum ALLT og þarf að þrífa allt í kringum hana vel og vandlega á eftir, ásamt henni auðvitað líka. En ætli þetta tilheyrir ekki því að kenna þeim að umgangast matinn og borða sjálf síðar meir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home