Halli, Lára og Helena

mánudagur, apríl 25, 2005


Ég er úti í garði hjá ömmu og afa á Álftanesi. En þetta græna dót sem ég sit á er eitthvað loðið og skrítið, það er ekkert líkt parketinu sem ég er vön að skríða á. Mér finnst eiginlega frekar óþægilegt að koma við þetta. Mamma segir að þetta sé gras. Er ég einhver pempía...nei nei, mig langar bara ekkert að koma við þetta. Læt mér nægja að sitja bara og virða fyrir mér útsýnið. Posted by Hello

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert nú meiri rúsínan Helena, mamma þín má alveg setja fleiri myndir af þér inn! Aldrei of mikið af myndum teknar af svona sætum stelpum :o)

29. apríl 2005 kl. 08:19

 
Blogger Hulda said...

Fallegust

30. apríl 2005 kl. 14:45

 

Skrifa ummæli

<< Home