Langt síðan síðast og margt búið að gerast
Það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast, enda dáldið breyting á....ég er byrjuð að vinna og Halli reyndar líka. Hann byrjaði aftur í dag eftir að vera búin að vera heima í mánuð. Já það þýðir sem sagt að litla snúllan okkar er byrjuð hjá dagmömmu. Henni líkar það að sjálfsögðu mjööög vel og finnst lítið mál. Það eru aðalega foreldrarnir sem eru eitthvað sorgmæddir yfir þessum nýja áfanga. En ætli það komi ekki. Ef barnið er ánægt þá hlýtur það að vera fyrir öllu. Annars er þetta búið að vera mjög viðburðaríkur mánuður. Helena veiktist og var með mjög háan hita í viku, en þá kom í ljós að snúllan var með þvagfærasýkingu. Fékk nú lyf við því og hresstist þá fljótt við. En mikið var hún nú lítil á þessum tíma og maður var virkilega farin að sakna brosins og hlátursins! Á sama tíma veiktist ömmusystir Helenu og fór á spítala en hún er líka sem betur fer öll að hressast og komin heim :-) Svo er nú sjálfstæðisbaráttan hjá Helenu Ingibjörgu mikil þessa dagana. Hún vill helst standa upp hvar sem hún getur og reyna að labba, svo vill hún núna bara drekka úr glasi og fá bara að bíta sjálf í brauð og annað en ekki fá þetta skammtað í bútum. Svo segir hún dadda og mamma og nanna (svöng=borða), dudda og datt (þegar hún hendir einhverju á gólfið) og svo hedda (og þá bendir hún eitthvert með puttanum). Hún er líka komin með tvær tennur og slefar út í eitt. Svo er hún auðvitað alltaf sama ljósið. Ekki hægt að kvarta yfir neinu. Hún fer að sofa þegar hún er lögð á koddann og sefur allar nætur í sínum herbergi og vaknar eins og vekjaraklukka kl. 7 á morgnana. En núna er alvaran tekin við. Foreldrarnir byrjaðir að vinna.....puffff!!!!!!! og Helena hjá dagmömmu ALLAN daginn. Þetta verður skrítið! En þetta er víst gangurinn á þessu. En já ég var næstum búin að gleyma einu. Það voru nú aldeilis jólin hjá Helenu um daginn. Amma, afi og Andri frændi voru að koma frá Ameríkunni og komu með fullt af dóti handa prinsessunni. Hún fékk líka nokkra sæta sumarkjóla og svo þessa flotta kerru og bílstól. Þetta var aldeilis flott og svo hagstætt þegar dollarinn er svona lár!!!!! En jæja, læt þetta bloggerí duga í bili. Sjáum til hvort þið heyrið frá okkur fljótlega aftur. Kær kveðja úr Teigabyggðinni
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home