Helena er orðin 1 árs
Þá er hún Helena orðin 1 árs. Mikið er tíminn fljótur að líða....vá, ég bara trúi þessu varla. Já, afmælisdagurinn var alveg yndislegur, alveg eins og í fyrra líka (þó svo að ég hafi nú ekki geta verið mikið í sólbaði þá, var að berjast við að koma prinsessunni í heiminn). En ég held að hún Helena sé búin snúa við blaðinu varðandi rigningu á 17. júní. Tvö ár í röð er sól og blíða. Þetta er ótrúlegt. En svona verður þetta næstu árin, gott fólk, sól og blíða á afmælisdegi dóttur okkar. Helena naut dagsins mjög vel, þar sem hún baðaði sig í athygli frá fjölskyldunni, er selskapskona eins og móðir sín! Það var nú alveg magnað hvað hún var þress því hún fékk lungnabólgu á miðvikudeginum og var sett á pensilin. En það virkaði greinilega mjög fljótt. Allavega alveg yndislegur dagur í faðmi fjölskyldunnar.
6 Comments:
Til hamingju með daginn elsku litla rúsína, bara orðin eins árs pæja :o)
Mikið ertu eitthvað lík henni Ástu minni, maður fær bara alveg flassbakk af því að skoða afmælismyndirnar af þér!
Bestu kveðjur í bæinn,
Lísa
29. júní 2005 kl. 14:00
ég ætlaði að óska til hamingju og sendi comment en sé það svo ekki á síðunni...en það er hér til hliðar þegar ég skrifa þetta... well, er ekkert tölvuséni en sendi hamingjuóskir aftur þá bara!
Kveðjur,
Lísa
29. júní 2005 kl. 14:01
Til hamingju með afmælið Helena sæta rúsína.
1. júlí 2005 kl. 19:12
Til hamingju með afmælið skvís, hvernig gat ég gleymt deginum. Allt út í blöðrum og húllumhæi til að minna mann á það haha. TIL HAMINGJU.
3. júlí 2005 kl. 16:59
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!
kv.Guðrún
4. júlí 2005 kl. 15:39
Hæ
Nú fer Helena að nálgast 2 ára aldurin, hehe!! Vonandi áttuð þið gleðileg jól, Myndin af Helenu er yndisleg. Með kveðju, Milla
27. desember 2005 kl. 16:23
Skrifa ummæli
<< Home